Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 14:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir víðtækum samfélagsbreytingum. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“ Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“
Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira