Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 12:14 Olíuverð var hækkað um 50 prósent í gær af írönsku ríkisstjórninni. AP/Vahid Salemi Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13