MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 15:00 298 létu lífið þegar farþegaþotan var skotin niður með rússnesku vopni yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarinna sem Rússar styðja. Vísir/MH17 Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að samskiptin hafi verið nánast dagleg og þau veki spurningar um aðkomu rússneskra embættismanna að notkun loftvarnavopnsins sem notað var til að skjóta flugvélina niður. Upptökurnar gefa einnig í skyn að aðskilnaðarsinnar hafi framfylgt skipunum yfirvalda Rússlands. Þá kallar nefndin eftir því að aðilar sem geti varpað ljósi á samband aðskilnaðarsinna og Rússlands stígi fram.Umrædd flugvél var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur og var hún skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir þeir sem voru um borð dóu, alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía eru einnig aðilar að nefndinni. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til RússlandsNefndin segir einnig að fyrrverandi meðlimir aðskilnaðarsinna hafi sagt rannsakendum að Leyniþjónusta Rússlands (FSB) og leyniþjónusta hersins (GRU) komi að daglegum rekstri Alþýðulýðveldis Donteks, eins og aðskilnaðarsinnar kalla yfirráðasvæði sitt. Það hafi svo verið staðfest í áðurnefndum upptökum. Á einni upptökunni má heyra Alexander Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, segja rússneskum embættismanni að hann sé að framfylgja skipunum og verja hagsmuni Rússlands, sem hann kallar „hið eina ríki“. Á annarri heyrist annar leiðtogi segja einum af foringjum sínum að von sé á mönnum sem „beri skipanir frá Shoygu“. Sergey Shoygu er og var þá varnarmálaráðherra Rússlands.Segjast saklausir og hafa sagt ýmislegt annað Rússar, sem styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu. Sönnunargögn sem litið hafa dagsins ljós frá því að ódæðið átti sér stað hafa þó ítrekað bendlað Rússa við atvikið. Nefndin segir nú að yfirvöld Rússlands hafi alfarið neitað að vinna með þeim og svara fyrirspurnum meðlima. Rússar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um þessar nýjustu vendingar. Yfirvöld Rússlands stigu fljótt fram eftir að farþegaþotan var skotin niður og héldu blaðamannafund fjórum dögum seinna. Þar lagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands fram ýmis gögn sem áttu að vera til marks um ýmsar kenningar hvað varðaði ódæðið. Meðal annars áttu Úkraínumenn sjálfir að hafa skotið þotuna niður en ekki aðskilnaðarsinnar eða jafnvel rússneskir hermenn. Fyrst áttu Úkraínumenn að hafa gert það með orrustuþotu sem var á flugi nærri farþegaþotunni, samkvæmt ratsjárgögnum og myndum sem Rússar opinberuðu. Því var jafnvel haldið fram að flugmönnum þotunnar hafi verið gert að breyta um stefnu svo þær færu beint yfir átakasvæði. Það hefur reynst rangt. Síðan þá hafa Rússar þó birt sambærileg gögn og myndir sem eiga að vera frá sama tíma og myndirnar af orrustuþotunni. Sú þota er þó hvergi sýnilegt á þeim gögnum. Næst áttu Úkraínumenn að hafa skotið þotuna niður með BUK-kerfi sem þeir áttu. Því til stuðnings birti Vararnmálaráðuneytið gervihnattarmyndir af úkraínskri herstöð þar sem BUK-kerfið sem Úkraínumenn áttu að hafa notað átti að koma frá. Þær myndir reyndust þó ekki vera frá þeim tíma sem Rússar sögðu og þar að auki komust sérfræðingar að því að búið var að eiga við myndirnar. Hér má lesa ítarlega grein rannsóknasamtakanna Bellingcat, þar sem farið er yfir fullyrðingar yfirvalda Rússlands í tengslum við MH-17.Hér að neðan má svo sjá þrjú myndbönd sem rannsóknarnefndin birti árið 2016. MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að samskiptin hafi verið nánast dagleg og þau veki spurningar um aðkomu rússneskra embættismanna að notkun loftvarnavopnsins sem notað var til að skjóta flugvélina niður. Upptökurnar gefa einnig í skyn að aðskilnaðarsinnar hafi framfylgt skipunum yfirvalda Rússlands. Þá kallar nefndin eftir því að aðilar sem geti varpað ljósi á samband aðskilnaðarsinna og Rússlands stígi fram.Umrædd flugvél var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur og var hún skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir þeir sem voru um borð dóu, alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía eru einnig aðilar að nefndinni. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til RússlandsNefndin segir einnig að fyrrverandi meðlimir aðskilnaðarsinna hafi sagt rannsakendum að Leyniþjónusta Rússlands (FSB) og leyniþjónusta hersins (GRU) komi að daglegum rekstri Alþýðulýðveldis Donteks, eins og aðskilnaðarsinnar kalla yfirráðasvæði sitt. Það hafi svo verið staðfest í áðurnefndum upptökum. Á einni upptökunni má heyra Alexander Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, segja rússneskum embættismanni að hann sé að framfylgja skipunum og verja hagsmuni Rússlands, sem hann kallar „hið eina ríki“. Á annarri heyrist annar leiðtogi segja einum af foringjum sínum að von sé á mönnum sem „beri skipanir frá Shoygu“. Sergey Shoygu er og var þá varnarmálaráðherra Rússlands.Segjast saklausir og hafa sagt ýmislegt annað Rússar, sem styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu. Sönnunargögn sem litið hafa dagsins ljós frá því að ódæðið átti sér stað hafa þó ítrekað bendlað Rússa við atvikið. Nefndin segir nú að yfirvöld Rússlands hafi alfarið neitað að vinna með þeim og svara fyrirspurnum meðlima. Rússar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um þessar nýjustu vendingar. Yfirvöld Rússlands stigu fljótt fram eftir að farþegaþotan var skotin niður og héldu blaðamannafund fjórum dögum seinna. Þar lagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands fram ýmis gögn sem áttu að vera til marks um ýmsar kenningar hvað varðaði ódæðið. Meðal annars áttu Úkraínumenn sjálfir að hafa skotið þotuna niður en ekki aðskilnaðarsinnar eða jafnvel rússneskir hermenn. Fyrst áttu Úkraínumenn að hafa gert það með orrustuþotu sem var á flugi nærri farþegaþotunni, samkvæmt ratsjárgögnum og myndum sem Rússar opinberuðu. Því var jafnvel haldið fram að flugmönnum þotunnar hafi verið gert að breyta um stefnu svo þær færu beint yfir átakasvæði. Það hefur reynst rangt. Síðan þá hafa Rússar þó birt sambærileg gögn og myndir sem eiga að vera frá sama tíma og myndirnar af orrustuþotunni. Sú þota er þó hvergi sýnilegt á þeim gögnum. Næst áttu Úkraínumenn að hafa skotið þotuna niður með BUK-kerfi sem þeir áttu. Því til stuðnings birti Vararnmálaráðuneytið gervihnattarmyndir af úkraínskri herstöð þar sem BUK-kerfið sem Úkraínumenn áttu að hafa notað átti að koma frá. Þær myndir reyndust þó ekki vera frá þeim tíma sem Rússar sögðu og þar að auki komust sérfræðingar að því að búið var að eiga við myndirnar. Hér má lesa ítarlega grein rannsóknasamtakanna Bellingcat, þar sem farið er yfir fullyrðingar yfirvalda Rússlands í tengslum við MH-17.Hér að neðan má svo sjá þrjú myndbönd sem rannsóknarnefndin birti árið 2016.
MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53