Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 14:20 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að eftir að hafa horft á fréttaskýringarþáttinn Kveik í gærkvöldi hafi félögum hans í flokknum ekki fundist rétt að halda styrkjum sem Samherji hefur veitt flokknum á undanförnum árum. Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks unnu saman, þvert á landamæri, að afhjúpun hneykslismáls þar sem Samherji er þungamiðja og tengist ásökunum á hendur fyrirtæksisins um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi. „Við höfum verið að taka saman þá styrki sem við höfum fengið frá Samherja frá 2007, sem hafa verið litlir hin síðari ár, en þó er þetta held ég 1,6 milljónir króna. Við ætlum að skila þeim, ekki þó til Samherja. Við ætlum frekar að láta þá renna í einhverja uppbyggilega starfsemi í Namibíu og við erum búin að leita til hjálparstofnanna til að hjálpa okkur við það,“ segir Logi.Hvernig varð þér við þegar þú horfðir á þennan þátt?„Ég held bara eins og öllum sómakærum Íslendingum, bara alveg hryllilega við. Þetta er náttúrulega ógeðslegt, eins og þetta birtist. Síðan verða auðvitað bara opinberir aðilar að leita allra leiða til þess að komast til botns í þessu. Við þurfum auðvitað að veita meira fé til héraðssaksóknara, ríkissaksóknara og annarra sem skoða þessi mál,“ segir Logi. Hjálparstarf Namibía Samfylkingin Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að eftir að hafa horft á fréttaskýringarþáttinn Kveik í gærkvöldi hafi félögum hans í flokknum ekki fundist rétt að halda styrkjum sem Samherji hefur veitt flokknum á undanförnum árum. Kveikur, Stundin, Al Jazeera og WikiLeaks unnu saman, þvert á landamæri, að afhjúpun hneykslismáls þar sem Samherji er þungamiðja og tengist ásökunum á hendur fyrirtæksisins um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu í þeim tilgangi að tryggja sér kvóta þar í landi. „Við höfum verið að taka saman þá styrki sem við höfum fengið frá Samherja frá 2007, sem hafa verið litlir hin síðari ár, en þó er þetta held ég 1,6 milljónir króna. Við ætlum að skila þeim, ekki þó til Samherja. Við ætlum frekar að láta þá renna í einhverja uppbyggilega starfsemi í Namibíu og við erum búin að leita til hjálparstofnanna til að hjálpa okkur við það,“ segir Logi.Hvernig varð þér við þegar þú horfðir á þennan þátt?„Ég held bara eins og öllum sómakærum Íslendingum, bara alveg hryllilega við. Þetta er náttúrulega ógeðslegt, eins og þetta birtist. Síðan verða auðvitað bara opinberir aðilar að leita allra leiða til þess að komast til botns í þessu. Við þurfum auðvitað að veita meira fé til héraðssaksóknara, ríkissaksóknara og annarra sem skoða þessi mál,“ segir Logi.
Hjálparstarf Namibía Samfylkingin Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 10:10