Hljóp maraþon í öllum ríkjum heims og setur stefnuna á Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 10:50 Nick Butter og vinur hans Kevin Webber við endalok síðasta maraþonsins af 196. Mynd/Instagram Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019 Bretland Hlaup Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Bretinn Nick Butter skráði nafn sitt í sögubækurnar á sunnudaginn þegar hann lauk maraþoni í Grikklandi. Það þykir kannski ekki merkilegt út af fyrir sig en með maraþonhlaupinu í Grikklandi náði Butter þeim áfanga að hafa hlaupið maraþon í 196 ríkjum frá því í janúar í fyrra. Um er að ræða þau 193 ríki sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Vatíkanið, Palestínu og Taívan. Með því vonast Butter til að safna 250 þúsund pundum til góðgerðarmála. Átak þetta tók 674 daga og tvö maraþon í tveimur ríkjum á hverri viku, að meðaltali. Alls hljóp hann meira en 8.200 kílómetra. Þá er óhætt að segja að hlaup Butter hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Það var skotið á hann í Nígeríu. Villihundar réðust á hann í Túnis, hann var rændur tvisvar sinnum, varð fyrir bíl og þurfti að hlaupa yfir vígvelli í Sýrlandi, svo eitthvað sé nefnt. Fann fór í 201 flugferð, 45 lestaferðir, tók rútu 15 sinnum og leigubíla 280 sinnum, samkvæmt frétt The Times (áskriftarvefur).Í samtali við Times segir Butter að hann sé ekki hættur að hlaupa og ætlar hann sér að hlaupa um Ísland á næsta ári. Hugmyndin kviknaði árið 2016 þegar Butter kynntist Kevin Webber þar sem þeir voru báðir að undirbúa sig fyrir Marathon des Sables í Marokkó. Webber sagðist hafa greinst með ólæknandi krabbamein í blöðruhálskirtli og hann væri að reyna að nota þann tíma sem hann ætti eftir til að safna til góðgerðamála. „Ég trúði því ekki að þessi maður, sem var svo fullur af hamingju og lífi, hafi verið að segja mér að hann væri með ólæknandi krabbamein,“ sagði Butter. Hann sagði Kevin hafa breytt lífi sínu og í framhaldinu hafi hann sagt upp í bankanum sem hann starfaði í og skipt jakkafötunum út fyrir hlaupabuxurnar að eilífu. „Meðal líf er 29,747 dagar að lengd og ef þú ert breskur verð um níu árum í að horfa á sjónvarpið. Það er áhugavert að fá fólk til að hugsa um hve miklum tíma það sóar í eitthvað sem það hefur í raun ekki áhuga á.“Thank you @SkyNews for this interview #runningtheworld196https://t.co/7lbCfHtjNppic.twitter.com/z5WcLGUyGp — Nick Butter (@nickbutterrun) November 12, 2019
Bretland Hlaup Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira