Einn helsti bakhjarl Hvítu hjálmanna dó í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 13:18 Hvítir hjálmar að störfum í Aleppo í Sýrlandi. Vísir/Getty Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim. Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim.
Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira