Eldarnir loga á austurströnd Ástralíu en miklir þurrkar eru á svæðinu. Vel á annað þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana og hefur fjöldi íbúa flúið heimili sín. Óttast er að tala látinn eigi eftir að hækka þar sem slökkviliðsmönnum hefur reynst erfitt að komast að afskekktum svæðum.
Erfiðlega hefur gengið að ná tökum á eldunum og er talið að þeir geti breitt frekar úr sér. Spáð er miklum hita á svæðinu eftir helgi auk þess sem sem það gæti orðið hvasst. Óttast er að ef eldarnir breiða meira úr sér nái þeir til stærstu borgar landsins Sydney en þar búa um fjórar milljónir manna.