Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi Þorsteinn Friðriksson skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira