Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 16:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið/GVA Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi. Dómsmál Fíkn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi.
Dómsmál Fíkn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira