Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:16 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. fréttablaðið/stefán Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira