Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:53 Sasha Baron Cohen var gagnrýninn á stefnu Facebook í auglýsingamálum. getty/Astrid Stawiarz Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira