Óttast flótta verði starfsaðstæður í leik- og grunnskólum ekki jafnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 21:00 Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira