„Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40