„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 15:40 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15