„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 15:40 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun vegna ásakana um að hafa verið við veiðar inni á lokuðu svæði innan lögsögu Namibíu. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er hluthafi í. Arngrímur var leiddur fyrir dómara í gærmorgun eftir að hafa gist fangageymslu í eina nótt. Dómarinn krafðist 100 þúsund namibískra dala í tryggingargjald frá Arngrími, sem samsvarar um 830 þúsund íslenskum krónum. Krafðist dómarinn einnig að vegabréf Arngríms yrði gert upptækt og að hann þyrfti að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn málsins stendur yfir.Boðaður á fund á Fiskistofu Namibíu Namibíska ríkissjónvarpið fjallaði um handtökuna í morgun en þar kom fram að verjandi hans hafði gert kröfu um að Arngrímur fengi vegabréfið afhent svo hann gæti sinnt veikum fjölskyldumeðlimi heima á Íslandi. Í yfirlýsingu Arngríms segir að skipið Heineste hefði klárað löndun í fyrradag. Eftir að skipið hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Ásökunin kemur honum á óvart því þess sé gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.Gisti eina nótt í fangageymslu vegna tafa Hann bendir jafnframt á að þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu er skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur vonast eftir því að málið taki ekki langan að leiða til lykta og eftir því sem hann komist næst hafi öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teljist það sannað að skip hafi raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Þá nefnir hann að langt hafi verið liðið á daginn þegar samtalið við Fiskistofu Namibíu fór fram. Ekki hafi tekist að koma málinu fyrir dómara samdægurs og því þurfti hann að gista fangageymslur eina nótt. Hann var leiddur fyrir dómara í gærmorgun og sleppt.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15