
Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir sem hún hyggst grípa til vegna málsins í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Meðal þess sem til stendur að gera er að auka gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja, stórra sjávarútvegsfyrirtækja, stuðla að úttekt og úrbótum á fiskveiðum á alþjóðavettvangi og ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót.
Þá stendur til að tryggja viðbótarfjárveitingar til skattrannsókna, auka varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum auk þess sem utanríkisráðuneytið fylgist með umfjöllun erlendis í kjölfar Samherjamálsins og hefur undirbúið viðbrögð vegna hugsanlegs orðsporhnekkis.
Tengdar fréttir

Lýsa yfir „djúpum vonbrigðum“ og vilja að Kristján Þór upplýsi um alla Samherjafundi
Í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata sem send var út í kvöld segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar einkennist af "skammsýni og plástrapólitík“.

Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins.

SFS og SA lýsa yfir ánægju með aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér tilkynningu nú á fimmta tímanum í dag og brugðust við útspili ríkisstjórnarinnar sem á fundi sínum í morgun ákvað að grípa til aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi í skugga Samherjamálsins.

Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum.