Kara Connect tryggir sér 160 milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. fbl/ernir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tveggja sænskra einkafjárfesta. Sjóðurinn mun eignast 10 prósenta hlut í félaginu. „Fjármögnun með aðkomu þessara sterku fjárfesta skiptir miklu máli fyrir félagið og gefur frábæru teymi tækifæri til að stækka, sérstaklega í sölu- og markaðsmálum, samhliða vexti í Danmörku. Íslenski markaðurinn hefur tekið hratt við sér og mörg spennandi og framsýn verkefni grundvölluð á kerfi Köru verða brátt sýnileg,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur inn sem nýr fjárfestir og eignast sem fyrr segir 10 prósenta hlut í félaginu. Allir fyrri fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB. Kara Connect er örugg stafræn vinnustöð sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis,- velferðar- og menntageiranum kleift að veita skjólstæðingum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn. Hátt í 700 sérfræðingar nýta sér Köru en með hugbúnaðinum geta þeir skráð og byggt yfirlit um hefðbundna fundi, fjarfundi og spjallfundi. Tugþúsundir fjarfunda hafa nú þegar farið fram. Heildarfjöldi notenda hefur meira en tvöfaldast frá áramótum og nemur hann nú yfir 4.300. Á meðal viðskiptavina Kara Connect eru SÁÁ, Óðinsvé í Danmörku og Kvíðameðferðarstöðin. Um er að ræða aðra fjármögnun félagsins en vorið 2018 fjárfesti Crowberry Capital í Kara Connect fyrir um 180 milljónir króna. Það gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að þróun hugbúnaðarins með öryggismál að leiðarljósi. Kara er eini íslenski hugbúnaðurinn fyrir sérfræðinga sem er samþykktur af Landlæknisembættinu þegar litið er til gagnavistunar og fjarfundasamskipta við skjólstæðinga. Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, tekur sæti í stjórn félagsins ásamt Patrick de Muynck fyrir hönd sænsku fjárfestanna. Aðrir í stjórn félagsins eru Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri SMB Solutions, sem er jafnframt formaður stjórnar, Jenný Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital, og Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Tækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira