Farþegar á leið með flugfélaginu KLM frá Amsterdam til Mexíkó síðastliðinn fimmtudag lentu aftur á nákvæmlega sama stað eftir ellefu klukkustunda flug yfir Atlantshafið og til baka.
Þetta kom fram á vef Business Insider sem segir flugmennina hafa áttað sig á því er þeir voru komnir inn yfir austurströnd Kanada að þeir myndu ekki geta lent á fyrirhuguðum áfangastað í Mexíkó vegna eldgoss þar í landi.
Vegna vegabréfsmála hafi ekki komið til greina að lenda með farþegana vestan hafs og því varð úr að snúið var aftur til Amsterdam. Flækjustigið hafi ekki minnkað vegna talsverðs fjölda hrossa, sem auk farangurs farþega, voru í farangursrýminu.
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/reykjaviksiddegis.jpg)