Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 10:13 Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Vísir/AP Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25