Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:01 Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02