Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 21:59 Duncan Hunter mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa misnotað kosningasjóði sína. AP/Gregory Bull Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira