Norsku stelpurnar áfram á sigurbraut á HM í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 13:00 Stine Bredal Oftedal var best á vellinum í dag. Getty/Lukasz Laskowski Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0 Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0
Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira