Margrét Lára Viðarsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson eru íþróttafólk Reykjavíkur, en þau voru heiðruð viðurkenningunum í dag.
Júlían setti heimsmet í réttstöðulyftu á árinu og varð hann í þriðja sæti á HM í samanlögðu.
Margrét Lára varð Íslandsmeistari í fótbolta með Val í sumar. Hún hefur skorað 255 mörk í 180 leikjum í meistaraflokki á Íslandi og leikið 124 A-landsleiki.
Ásamt því að heiðra Margréti og Júlán voru kvennalið Vals og karlalið KR körfubolta valin íþróttalið Reykjavíkur.
Tólf einstaklingar og fimmtán lið voru verðlaunuð fyrir frábæran árangur á árinu 2019.
Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2019:
• Ármann – Íslands- og bikarmeistarar í sundknattleik
• ÍR – Íslandsmeistarar í keilu
• Júdófélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í júdó
• Keilufélag Reykjavíkur – Bikarmeistarar í keilu
• KR – Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla
• KR – Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla
• Skylmingafélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar í skylmingum
• TBR - Íslandsmeistarar í liðakeppni í badminton
• Valur - Íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna
• Valur – Íslands- og bikarmeistarar í handknattleik kvenna
• Valur – Íslands- og bikarmeistarar í körfuknattleik kvenna
• Víkingur – Bikarmeistarar karla í knattspyrnu
• Víkingur - Íslands- og bikarmeistarar í borðtennis
• Víkingur – Íslandsmeistarar í tennis
• Þórshamar - Íslandsmeistarar karla í kata
Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2019:
• Arnar Davíð Jónsson, Keilufélagi Reykjavíkur
• Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttadeild Ármanns
• Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttadeild ÍR
• Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttadeild ÍR
• Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur
• Helena Sverrisdóttir, körfuknattleiksdeild Vals
• Íris Björk Símonardóttir, handknattleiksdeild Vals
• Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingadeild Ármanns
• Kári Árnason, knattspyrnudeild Víkings
• Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnudeild Vals
• Óskar Örn Hauksson, knattspyrnudeild KR
• Snorri Einarsson, Skíðagöngufélaginu Ulli