Sólveig Anna birtir myndband til stuðnings fullyrðingum um kvennakúgun í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 10:20 Sólveig Anna flytur ræðu á samstöðufundi á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir borgarstjóra og félaga hans úr Samfylkingunni, Viðreisn og Vinstri grænum sem mynda meirihluta í borgarstjórn sýna einstakan hroka sem aðeins meðlimir valdastéttarinnar geti sýnt. Stórmerkilegt sé að verða vitni að því að brotaviljinn gagnvart ofurarðrændu kvenvinnuafli borgarinnar sé algjör. Þetta segir Sólveig í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook í gær. Hún veltir fyrir sér hversu stórmerkilegt það sé að sjá og heyra að áhugaleysið á því að leiðrétta kjör kvennanna sem gæta barnanna og annast gamla fólkið sé algjört. Sólveig starfaði sjálf á leikskóla áður en hún vann formannskjörið hjá Eflingu í mars 2018. Hún er undrandi á því hversu undrandi, reið og sár hún sé yfir áhugaleysinu. Sárnar viðbjóðslegt misréttið „Það er svo langt langt síðan að ég fattaði að þau sem stýra þessari borg hafa ekki nokkurn einasta áhuga á að sýna samstöðu með konunum sem vinna vinnuna; nei, þau hafa bara áhuga á að nota leikskólana til að slá pólitískar keilur í aðdraganda kosninga þegar þau lofa ókeypis leikskólum eða ungbarnaleikskólum eða því að engar sumarlokanir verði o.s.frv., endalaust og ítrekað. Svo innilega langt síðan að ég fattaði að narratívið um þátt leikskólanna í frelsum kvenna á Íslandi er byggt á stórkostlegum ósannindum sem eru byggð á stórkostlegri kvenfyrirlitningu; já, hér er þversögn arðránskerfisins eins mögnuð og eitruð og hægt er að hugsa sér. Frelsum allar konur með þvi að nota láglaunakonur sem ódýrasta vinnuaflið á íslenskum vinnumarkaði. Hér er þó aldeilis göfugt og gott verkefni sem hægt er að stæra sig af!“ Konu geti sannarlega sárnað viðbjóðslegt misréttið þó að hún sé fyrir löngu búin að horfast að fullu í augu við það. „Hvergi er hræsni talsmanna Óbreytts ástands meiri en þegar kemur að þeim skilyrðum sem að konunum sem starfa í borginni er boðið upp á! Ég er tilbúin til að fullyrða þetta hvar og hvenær sem er.“ Sólveig fylgir pistlinum í dag eftir með því að birta myndband máli sínu til stuðnings. Hún biður fólk um að horfa á myndbandið. „Ég veit að þegar að þið eruð búin að því þá skiljiði hvað ég meina þegar ég segi að Reykjavíkurborg stundi forherta kvennakúgun á láglaunakonunum sem hjá henni vinna. Og þá hljótið þið að spyrja ykkur sjálf, eins og ég gerði fyrir mörgum árum: Er hægt að sætta sig við það? Og ég get ekki trúað öðru en að þið svarið eins og ég gerði þegar ég horfði í spegilinn og spurði sjálfa mig: Nei, það er andskotann ekki hægt!“ Hún biður fólk um að standa með Eflingu í baráttunni fyrir réttlæti í þessari borg sem við eigum saman. „Við getum ekki þolað það að þau sem fari með völd skammti sér sjálfum sér milljónir á mánuði og allar þær veislur og útlandaferðir sem þeim dettur í hug á meðan að konurnar í myndbandinu, harðduglegar konur sem hafa verið á vinnumarkaði alla sína æfi í jafnréttisparadísinni fái 260.000 krónur útborgaðar og borgi svo 255.000 krónur í leigu, að konurnar sem gefi öðru fólki að borða megi sjálfar ekki bragða á matnum og eigi frekar að henda honum!“ Reykjavík sé andfeminísk borg Sólveig segir að eftir mánaðalangar samningaviðræður við borgina hafi ekki eitt einasta orð heyrst frá meirihlutanum um að þau bindi vonir við að nú verði þó hægt að hefjast handa við að lagfæra launakjör og vinnuaðstæður lægst launaðasta starfsfólks borgarinnar. „Ekki eitt einasta orð frá öllum þessum yfirlýstu femínistum og kvennavinum um að nú sé þó aldeilis kominn tími til að hætta meðvirkninni með ofur arðráninu á þeim sem standa sína umönnunarplikt fyrir laun sem duga ekki til að tryggja sómasamlega tilveru! Ekki eitt orð. Borgarstjóri þakkar björgunarsveitum fyrir fórnfýsi þá sem meðlimir þeirra sýna og auðvitað tökum við öll undir, en hver ætlar að þakka konunum sem gefið hafa alla starfsæfi sína í að gæta barna og annast gamalt fólk þessa samfélags fyrir þeirra fórnfýsi? Hver ætlar að þakka þessum stórkostlega jaðarsetta og ósýnilega hóp fyrir allt sem þær hafa gert og gera á hverjum einasta degi fyrir samfélagið? Hvaða hátt setti valdakarl ætlar að gera það? Við hljótum allar að bíða með öndina í hálsinum. Eða hvað; við erum búnar að vera að bíða eftir þakklæti samfélagsins í gegnum árhundruðin og það bólar ekkert á því ennþá. Kellingar þurfa víst hvorki laun né þakklæti, það er hin gamla saga og nýja.“ Frá meirihlutaviðræðum að loknum síðustu borgarstjórnarkosningum.Vísir/Vilhelm Sólveig fullyrðir: „Reykjavíkurborg er and-femínísk. Hún tekur þátt í viðhalda af fullri hörku ógeðslegu samkrulli kapítalismans og feðraveldisins, þegar hún hagnýtir vinnuafl lágt settra kvenna til að knýja áfram umönnunarkerfið sem allt þjóðfélagskerfið hvílir svo á. Hún tekur þátt í að viðhalda ógeðslegu launamisrétti þegar hún borgar karlinum efst í stigveldinu milljónir og segir konunum neðst að sætta sig við molana af veisluborðinu. Hún tekur þátt í að viðhalda aldalangri og forhertri kúgun á konum sem eiga ekkert nema vinnuaflið sitt til að lifa af, ógeðslegri kúgun sem sagan mun sannarlega dæma.“ Ekkert sé verra en falskur femínismi. „Ekkert er verra en að þykjast berjast fyrir sanngirni á meðan að þú leyfir óréttlætinu að blómstra undir þinni stjórn. Ekkert lýsir meiri hræsni en það að kalla sig baráttumann fyrir réttindum kvenna en vilja ekki einu sinni horfa með öðru auganu á þær konur sem lifa við skert kjör á þína ábyrgð.“ Krafan hafi verið að láglaunakonur borgarinnar haldi kjafti á meðan að flottu strákarnir fái allt sviðsljósið. „Krafan hefur verið að láglaunakonurnar segi ekkert um tilveru sína svo að flottu strákarnir geti fengið að halda áfram að segja frá því hvað þeirra tilvera er skemmtileg. Krafan hefur verið að láglaunakonurnar skammist sín í hljóði fyrir ömurlegu launin sín svo að flottu strákarnir þurfi nú allsekki að axla neina ábyrgð á þeim.“ Sólveig boðar tíðindi, séu lesendur ekki búnir að fatta það sjálfir. „Við erum hættar að halda kjafti. Við erum hættar að skammast okkar fyrir það sem við berum enga ábyrgð á. Við ætlum að skila skömminni þangað sem hún á heima. Og djöfull mega þeir skammast sín sem finnst í lagi að afhenda konunni á fimmtugsaldri sem vinnur við að gæta barnanna 280.000 krónur í ráðstöfunartekjur á meðan þeir sjálfir lifa í vellystingum praktuglega. Ekki gæti ég lifað með slíkri skömm.“ Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir borgarstjóra og félaga hans úr Samfylkingunni, Viðreisn og Vinstri grænum sem mynda meirihluta í borgarstjórn sýna einstakan hroka sem aðeins meðlimir valdastéttarinnar geti sýnt. Stórmerkilegt sé að verða vitni að því að brotaviljinn gagnvart ofurarðrændu kvenvinnuafli borgarinnar sé algjör. Þetta segir Sólveig í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook í gær. Hún veltir fyrir sér hversu stórmerkilegt það sé að sjá og heyra að áhugaleysið á því að leiðrétta kjör kvennanna sem gæta barnanna og annast gamla fólkið sé algjört. Sólveig starfaði sjálf á leikskóla áður en hún vann formannskjörið hjá Eflingu í mars 2018. Hún er undrandi á því hversu undrandi, reið og sár hún sé yfir áhugaleysinu. Sárnar viðbjóðslegt misréttið „Það er svo langt langt síðan að ég fattaði að þau sem stýra þessari borg hafa ekki nokkurn einasta áhuga á að sýna samstöðu með konunum sem vinna vinnuna; nei, þau hafa bara áhuga á að nota leikskólana til að slá pólitískar keilur í aðdraganda kosninga þegar þau lofa ókeypis leikskólum eða ungbarnaleikskólum eða því að engar sumarlokanir verði o.s.frv., endalaust og ítrekað. Svo innilega langt síðan að ég fattaði að narratívið um þátt leikskólanna í frelsum kvenna á Íslandi er byggt á stórkostlegum ósannindum sem eru byggð á stórkostlegri kvenfyrirlitningu; já, hér er þversögn arðránskerfisins eins mögnuð og eitruð og hægt er að hugsa sér. Frelsum allar konur með þvi að nota láglaunakonur sem ódýrasta vinnuaflið á íslenskum vinnumarkaði. Hér er þó aldeilis göfugt og gott verkefni sem hægt er að stæra sig af!“ Konu geti sannarlega sárnað viðbjóðslegt misréttið þó að hún sé fyrir löngu búin að horfast að fullu í augu við það. „Hvergi er hræsni talsmanna Óbreytts ástands meiri en þegar kemur að þeim skilyrðum sem að konunum sem starfa í borginni er boðið upp á! Ég er tilbúin til að fullyrða þetta hvar og hvenær sem er.“ Sólveig fylgir pistlinum í dag eftir með því að birta myndband máli sínu til stuðnings. Hún biður fólk um að horfa á myndbandið. „Ég veit að þegar að þið eruð búin að því þá skiljiði hvað ég meina þegar ég segi að Reykjavíkurborg stundi forherta kvennakúgun á láglaunakonunum sem hjá henni vinna. Og þá hljótið þið að spyrja ykkur sjálf, eins og ég gerði fyrir mörgum árum: Er hægt að sætta sig við það? Og ég get ekki trúað öðru en að þið svarið eins og ég gerði þegar ég horfði í spegilinn og spurði sjálfa mig: Nei, það er andskotann ekki hægt!“ Hún biður fólk um að standa með Eflingu í baráttunni fyrir réttlæti í þessari borg sem við eigum saman. „Við getum ekki þolað það að þau sem fari með völd skammti sér sjálfum sér milljónir á mánuði og allar þær veislur og útlandaferðir sem þeim dettur í hug á meðan að konurnar í myndbandinu, harðduglegar konur sem hafa verið á vinnumarkaði alla sína æfi í jafnréttisparadísinni fái 260.000 krónur útborgaðar og borgi svo 255.000 krónur í leigu, að konurnar sem gefi öðru fólki að borða megi sjálfar ekki bragða á matnum og eigi frekar að henda honum!“ Reykjavík sé andfeminísk borg Sólveig segir að eftir mánaðalangar samningaviðræður við borgina hafi ekki eitt einasta orð heyrst frá meirihlutanum um að þau bindi vonir við að nú verði þó hægt að hefjast handa við að lagfæra launakjör og vinnuaðstæður lægst launaðasta starfsfólks borgarinnar. „Ekki eitt einasta orð frá öllum þessum yfirlýstu femínistum og kvennavinum um að nú sé þó aldeilis kominn tími til að hætta meðvirkninni með ofur arðráninu á þeim sem standa sína umönnunarplikt fyrir laun sem duga ekki til að tryggja sómasamlega tilveru! Ekki eitt orð. Borgarstjóri þakkar björgunarsveitum fyrir fórnfýsi þá sem meðlimir þeirra sýna og auðvitað tökum við öll undir, en hver ætlar að þakka konunum sem gefið hafa alla starfsæfi sína í að gæta barna og annast gamalt fólk þessa samfélags fyrir þeirra fórnfýsi? Hver ætlar að þakka þessum stórkostlega jaðarsetta og ósýnilega hóp fyrir allt sem þær hafa gert og gera á hverjum einasta degi fyrir samfélagið? Hvaða hátt setti valdakarl ætlar að gera það? Við hljótum allar að bíða með öndina í hálsinum. Eða hvað; við erum búnar að vera að bíða eftir þakklæti samfélagsins í gegnum árhundruðin og það bólar ekkert á því ennþá. Kellingar þurfa víst hvorki laun né þakklæti, það er hin gamla saga og nýja.“ Frá meirihlutaviðræðum að loknum síðustu borgarstjórnarkosningum.Vísir/Vilhelm Sólveig fullyrðir: „Reykjavíkurborg er and-femínísk. Hún tekur þátt í viðhalda af fullri hörku ógeðslegu samkrulli kapítalismans og feðraveldisins, þegar hún hagnýtir vinnuafl lágt settra kvenna til að knýja áfram umönnunarkerfið sem allt þjóðfélagskerfið hvílir svo á. Hún tekur þátt í að viðhalda ógeðslegu launamisrétti þegar hún borgar karlinum efst í stigveldinu milljónir og segir konunum neðst að sætta sig við molana af veisluborðinu. Hún tekur þátt í að viðhalda aldalangri og forhertri kúgun á konum sem eiga ekkert nema vinnuaflið sitt til að lifa af, ógeðslegri kúgun sem sagan mun sannarlega dæma.“ Ekkert sé verra en falskur femínismi. „Ekkert er verra en að þykjast berjast fyrir sanngirni á meðan að þú leyfir óréttlætinu að blómstra undir þinni stjórn. Ekkert lýsir meiri hræsni en það að kalla sig baráttumann fyrir réttindum kvenna en vilja ekki einu sinni horfa með öðru auganu á þær konur sem lifa við skert kjör á þína ábyrgð.“ Krafan hafi verið að láglaunakonur borgarinnar haldi kjafti á meðan að flottu strákarnir fái allt sviðsljósið. „Krafan hefur verið að láglaunakonurnar segi ekkert um tilveru sína svo að flottu strákarnir geti fengið að halda áfram að segja frá því hvað þeirra tilvera er skemmtileg. Krafan hefur verið að láglaunakonurnar skammist sín í hljóði fyrir ömurlegu launin sín svo að flottu strákarnir þurfi nú allsekki að axla neina ábyrgð á þeim.“ Sólveig boðar tíðindi, séu lesendur ekki búnir að fatta það sjálfir. „Við erum hættar að halda kjafti. Við erum hættar að skammast okkar fyrir það sem við berum enga ábyrgð á. Við ætlum að skila skömminni þangað sem hún á heima. Og djöfull mega þeir skammast sín sem finnst í lagi að afhenda konunni á fimmtugsaldri sem vinnur við að gæta barnanna 280.000 krónur í ráðstöfunartekjur á meðan þeir sjálfir lifa í vellystingum praktuglega. Ekki gæti ég lifað með slíkri skömm.“
Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira