NPA miðstöðin flytur úr Hátúni í Urðarhvarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 13:35 Á myndinni má sjá þá Hjört Örn Eysteinsson framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar og Örn Tryggva Johnsen verkefna- og rekstrarstjóra hjá ÞG Verki við undirritun samnings. NPA Miðstöðin NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars. Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
NPA miðstöðin hefur gert langtímaleigusamning á stóru rými í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Ráðgert er að miðstöðin verði flutt úr Hátúni í nýja húsnæðið fyrir 1. apríl 2020. Endanlegt rými hefur verið teiknað upp undanfarið með ráðgjöf frá félagsfólki og sérfræðingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NPA miðstöðinni. „Vegna aukinna umsvifa hefur NPA miðstöðin á undanförnum mánuðum kannað marvíslega möguleika á nýju hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi miðstöðvarinnar. Megináherslan hefur að sjálfsögðu verið lögð á aðgengismál félagsfólks og að miðstöðin geti boðið uppá góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar og stjórn hennar. Þá hefur einnig verið lagt upp með að miðstöðin geti þjónað tilgangi sínum sem vettvangur og vinnuaðstaða félagsfólks til þess að skipuleggja sitt NPA, halda fundi eða leita ráðgjafar eða fræðslu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 31. október síðastliðinn hafi miðstöðin kynnt afrakstur viðræðna við fasteignafélagið Reykjastræti. Félagið hefur meðal annars milligöngu um byggingu og útleigu á stórri skrifstofubyggingu í Urðarhvarfi 8. Á félagsfundinum kom fram að stjórn NPA miðstöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra hefðu skoðað bygginguna og fyrir lægi leigutilboð og fyrsta uppkast af teikningu af leigurýminu uppsettu. „Óhætt er að segja að hugur hafi verið í félagsfólki á fundinum og var mikill stuðningur við þá hugmynd að ganga til viðræðna við fasteignafélagið um að færa starfsemi miðstöðvarinnar inn í Urðarhvarf,“ segir í tilkynningunni. Er áætlað að fyrstu leigjendur hússins komi inn í upphafi ársins 2020. Meðal leigjenda er Orkuhúsið, sem samanstendur af sjúkraþjálfun, röntgen þjónustu og bæklunarlæknaþjónustu, en Orkuhúsið var áður við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Rúnar Björn, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir undirritun leigusamningsins og fyrirhugaða flutninga vera mikið fagnaðarefni. „Við erum mjög ánægð og hlökkum til að koma okkur fyrir í stærra húsnæði sem hentar okkar starfsemi og sniðið verður að þörfum okkar félagsfólks um aðgengi. Það er auk þess skemmtilegt að þessi tímamót muni eiga sér stað um svipað leyti og NPA miðstöðin fagnar tíu ára afmæli sínu en NPA miðstöðin verður tíu ára þann 16. júní næstkomandi.“ Rúnar Björn segir NPA miðstöðina vera löngu búna að sprengja utan af sér núverandi húsnæði enda hafi félagið vaxið hratt og áframhaldandi uppbygging sé fyrirsjáanleg. „Á innan við tíu árum hefur NPA miðstöðin vaxið frá því að rekja starfsemina í gegnum lítið pósthólf, að vera svo rekin í lítilli geymslu og síðan á nokkrum öðrum stöðum uns starfsemin var færð í núverandi húsnæði. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta komið okkur fyrir í framtíðarhúsnæði NPA miðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði mun gera okkur kleift að efla þjónustu við félagsfólk NPA miðstöðvarinnar enn frekar og styrkja starfsemina. Við erum spennt að hefja nýjan kafla í sögu NPA miðstöðvarinnar.“ NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks.Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Með umsýslu er ekki aðeins átt við bókhaldsþjónustu heldur svo miklu meira. Hjá NPA miðstöðinni er unnið samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA miðstöðin er í raun og veru þekkingarfyrirtæki þar sem fatlað fólk með NPA safnar og miðlar þekkingu sinni til hvers annars.
Félagsmál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira