Urðu „skotnir í dæminu“ og keyptu Íslendingahótelið í Ölpunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:30 Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau. Aðsend Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira