Mikel Arteta, aðstoðarþjálfari Manchester City, er líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Arsenal samkvæmt heimildum Sky Sports.
Forráðamenn Arsenal sáust yfirgefa heimili Artetas í nótt, eftir tveggja og hálfs klukkutíma fund.
Manchester City are to ask Mikel Arteta to clarify his future after Arsenal officials were photographed leaving his Manchester home in the early hours of this morning.https://t.co/vXU7McEUAM
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 16, 2019
Arsenal tapaði fyrir Manchester City í gær, 0-3. Liðið er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 17 umferðir.
Freddie Ljungberg hefur stýrt Arsenal síðan Unai Emery var látinn taka pokann sinn 29. nóvember.
Arteta lék með Arsenal í fimm ár og var fyrirliði liðsins um tíma. Frá 2016 hefur hann verið aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá City.
Englandsmeistararnir vilja að Arteta gefi þeim svar, hvort hann ætli að vera áfram eða fara til Arsenal.