Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 14:45 Hafrannsóknarstofnun hefur verið með höfuðstöðvar í miðbænum en einnig starfsemi úti á Granda. Vísir/Hanna Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. Þeim finnst miður að reynt sé að sverta mannorð mannauðstjórans í stað þess að svara efnislega athugasemdum hans. Tíu manns var sagt upp störfum hjá Hafró í nóvember í tengslum við breytingar á skipulagi sem sagðar voru til að tryggja skilvirkari og hagkvæmari rekstur. Var fagsviðum fækkað úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Framundan er flutningur á höfuðstöðvunum úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnirnar hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í gær og Vísir fjallaði um. Samdi um starfslok fyrir uppsagnir Sólmundur sagðist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Segist einn hafa átt frumkvæði að brottför Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, sagði í viðtali við fréttastofu að tíu starfsmönnum hefði verið sagt upp en til viðbótar hefðu fjórir sviðsstjórar hætt af sjálfsdáðum. Svið þeirra voru þau sem leggja átti niður. Þeim hefði boðist áframhaldandi starf sem sérfræðingar en því boði hafi verið hafnað. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í 39 ár. Sólmundur sagði jafnframt að með uppsögnunum hafi yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ. „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Sólmundur gagnrýndi einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Segir staðið að uppsögnum með besta hætti Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, var spurður út í greinargerð Sólmundar í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Mér finnst miður að starfsmaður sem kaus að hætta sjálfur skuli finna einhverja þörf, eða einhver sárindi, til að kveðja okkur með þessum hætti,“ sagði Sigurður. Að uppsögnunum hefði verið staðið með besta hætti að mati þeirra sem hafi þurft að taka ákvarðanirnar. Ólafur segir þetta kaldar kveðjur og eitthvað sem hann hafi aldrei átt von á. Hann telji sig hafa staðið vaktina vel árin 39 og aldrei verið kvartað undan hans störfum. „Að mínu mati er vandi Hafrannsóknarstofnunar ekki takmarkaðar fjárveitingar eða aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar heldur vanhæfur forstjóri sem kann hvorki með fólk né fé að fara.“ Segja forstjóra reyna að sverta orðspor Sólmundar Ásta Guðmundsdóttir er eiginkona Ólafs og fyrrverandi sviðsstjóri Gagnagrunna og upplýsingatækni hjá Hafró. Hún er meðal þriggja fyrrverandi sviðsstjóra sem gera athugasemdir við svör Sigurðar forstjóra á Ríkisútvarpinu í gær. Ásta, Héðinn Valdimarsson, fyrrverandi sviðsstjóri Umhverfissviðs, og Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi sviðsstjóri Uppsjávarlífríkissviðs, segja að af orðum Sigurðar megi dæma að Sólmundur hafi farið með ósannindi í lýsingu sinni á aðdraganda uppsagna starfsmannanna. „Við undirrituð sem öll vorum í framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar í aðdraganda uppsagnanna viljum að fram komi að lýsing Sólmundar er í samræmi við okkar upplifun af atburðarásinni. Það er miður að forstjóri stofnunarinnar reyni að sverta mannorð Sólmundar með þeim hætti sem heyra mátti í kvöldfréttum RÚV í gær í stað þess að svara efnislega ef í einhverju er farið með rangt mál í þeirri greinargerð,“ segir í yfirlýsingu undirritaðri af fyrrverandi sviðsstjórunum þremur. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Uppsagnir hjá Hafrannsóknarstofnun Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV að fjórir til viðbótar hefðu sjálfir sagt upp. 21. nóvember 2019 14:50 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. Þeim finnst miður að reynt sé að sverta mannorð mannauðstjórans í stað þess að svara efnislega athugasemdum hans. Tíu manns var sagt upp störfum hjá Hafró í nóvember í tengslum við breytingar á skipulagi sem sagðar voru til að tryggja skilvirkari og hagkvæmari rekstur. Var fagsviðum fækkað úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Framundan er flutningur á höfuðstöðvunum úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnirnar hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í gær og Vísir fjallaði um. Samdi um starfslok fyrir uppsagnir Sólmundur sagðist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Segist einn hafa átt frumkvæði að brottför Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, sagði í viðtali við fréttastofu að tíu starfsmönnum hefði verið sagt upp en til viðbótar hefðu fjórir sviðsstjórar hætt af sjálfsdáðum. Svið þeirra voru þau sem leggja átti niður. Þeim hefði boðist áframhaldandi starf sem sérfræðingar en því boði hafi verið hafnað. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í 39 ár. Sólmundur sagði jafnframt að með uppsögnunum hafi yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ. „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Sólmundur gagnrýndi einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Segir staðið að uppsögnum með besta hætti Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, var spurður út í greinargerð Sólmundar í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Mér finnst miður að starfsmaður sem kaus að hætta sjálfur skuli finna einhverja þörf, eða einhver sárindi, til að kveðja okkur með þessum hætti,“ sagði Sigurður. Að uppsögnunum hefði verið staðið með besta hætti að mati þeirra sem hafi þurft að taka ákvarðanirnar. Ólafur segir þetta kaldar kveðjur og eitthvað sem hann hafi aldrei átt von á. Hann telji sig hafa staðið vaktina vel árin 39 og aldrei verið kvartað undan hans störfum. „Að mínu mati er vandi Hafrannsóknarstofnunar ekki takmarkaðar fjárveitingar eða aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar heldur vanhæfur forstjóri sem kann hvorki með fólk né fé að fara.“ Segja forstjóra reyna að sverta orðspor Sólmundar Ásta Guðmundsdóttir er eiginkona Ólafs og fyrrverandi sviðsstjóri Gagnagrunna og upplýsingatækni hjá Hafró. Hún er meðal þriggja fyrrverandi sviðsstjóra sem gera athugasemdir við svör Sigurðar forstjóra á Ríkisútvarpinu í gær. Ásta, Héðinn Valdimarsson, fyrrverandi sviðsstjóri Umhverfissviðs, og Þorsteinn Sigurðsson, fyrrverandi sviðsstjóri Uppsjávarlífríkissviðs, segja að af orðum Sigurðar megi dæma að Sólmundur hafi farið með ósannindi í lýsingu sinni á aðdraganda uppsagna starfsmannanna. „Við undirrituð sem öll vorum í framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar í aðdraganda uppsagnanna viljum að fram komi að lýsing Sólmundar er í samræmi við okkar upplifun af atburðarásinni. Það er miður að forstjóri stofnunarinnar reyni að sverta mannorð Sólmundar með þeim hætti sem heyra mátti í kvöldfréttum RÚV í gær í stað þess að svara efnislega ef í einhverju er farið með rangt mál í þeirri greinargerð,“ segir í yfirlýsingu undirritaðri af fyrrverandi sviðsstjórunum þremur.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Uppsagnir hjá Hafrannsóknarstofnun Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV að fjórir til viðbótar hefðu sjálfir sagt upp. 21. nóvember 2019 14:50 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30
Uppsagnir hjá Hafrannsóknarstofnun Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV að fjórir til viðbótar hefðu sjálfir sagt upp. 21. nóvember 2019 14:50