Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir í viðtalinu með Liv Cooke. Mynd/Twitter/@GiveMeSportW Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira