Skrifar ástarbréf til Bretlands og segir það alltaf velkomið í ESB Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 15:41 Frans Timmermans. Vísir/Getty Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera sár yfir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í pistli sem hann skrifar í The Guardian. Hann segir Breta þó alltaf velkomna aftur í sambandið. Pistlinum má líka við nokkurs konar ástarbréf til Bretlands þar sem hann segir Bretland alltaf hafa verið hluta af sér, allt frá því að hann var ungur drengur. „Nú hefurðu ákveðið að fara. Það brýtur í mér hjartað, en ég virði þá ákvörðun. Þú varst tvístígandi með það, eins og þú hefur alltaf verið tvístígandi með Evrópusambandið. Ég vildi að þú hefðir haldið þig við þá skoðun, hún þjónaði þér vel og hélt okkur í betra formi,“ skrifar Timmermans.Sjá einnig: Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Hann segir það ekki hafa verið nauðsynlegt að knýja fram slíka ákvörðun með sama hætti og raun bar vitni. Það hafi þó verið niðurstaðan og hann sjái að það sé að „særa“ Bretland. „Af því að þessi tvö viðhorf munu alltaf vera þarna, líka þegar þú ert farið. Ferlið hefur valdið þér ónauðsynlegum skaða, og okkur öllum líka. Ég óttast það að [frekari skaði] fylgi.“ Hann segist vera miður sín að Bretland ætli sér úr sambandinu, en áætlað er að útganga Breta verði að veruleika þann 31. janúar. Hann líkir því við að fjölskyldumeðlimur sé að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. „Ég finn huggun í þeirri tilhugsun að fjölskyldutengsl geta aldrei í raun rofnað. Við erum ekki að fara neitt og þér er alltaf velkomið að koma aftur.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29 Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00 Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera sár yfir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í pistli sem hann skrifar í The Guardian. Hann segir Breta þó alltaf velkomna aftur í sambandið. Pistlinum má líka við nokkurs konar ástarbréf til Bretlands þar sem hann segir Bretland alltaf hafa verið hluta af sér, allt frá því að hann var ungur drengur. „Nú hefurðu ákveðið að fara. Það brýtur í mér hjartað, en ég virði þá ákvörðun. Þú varst tvístígandi með það, eins og þú hefur alltaf verið tvístígandi með Evrópusambandið. Ég vildi að þú hefðir haldið þig við þá skoðun, hún þjónaði þér vel og hélt okkur í betra formi,“ skrifar Timmermans.Sjá einnig: Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Hann segir það ekki hafa verið nauðsynlegt að knýja fram slíka ákvörðun með sama hætti og raun bar vitni. Það hafi þó verið niðurstaðan og hann sjái að það sé að „særa“ Bretland. „Af því að þessi tvö viðhorf munu alltaf vera þarna, líka þegar þú ert farið. Ferlið hefur valdið þér ónauðsynlegum skaða, og okkur öllum líka. Ég óttast það að [frekari skaði] fylgi.“ Hann segist vera miður sín að Bretland ætli sér úr sambandinu, en áætlað er að útganga Breta verði að veruleika þann 31. janúar. Hann líkir því við að fjölskyldumeðlimur sé að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. „Ég finn huggun í þeirri tilhugsun að fjölskyldutengsl geta aldrei í raun rofnað. Við erum ekki að fara neitt og þér er alltaf velkomið að koma aftur.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29 Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00 Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29
Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00
Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22