Annar „El Clasico“ í beinni á milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 13:30 Facundo Campazzo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Getty/Sonia Canada Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum. Körfubolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Spænski körfuboltinn býður upp á stórleik á milli jóla og nýárs og íslenskir körfuboltaáhugamenn fá þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá stórlið spænska körfuboltans mætast í beinni sjónvarpsútsendingu. Barcelona og Real Madrid mættust í „El Clasico“ fótboltans í síðustu viku en það er annar „El Clasico“ fram undan á Spáni fyrir áramót. Barcelona tekur á móti Real Madrid í fimmtándu umferð spænsku deildarinnar 29. desember næstkomandi og Stöð 2 Sport ætlar að sýna leikinn beint en þetta í fyrsta sinn hér á landi þar sem er sýnt beint frá spænska körfuboltanum. Eins og í fótboltanum þá eru lið Real Madrid og Barcelona í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar kemur að þessum innbyrðis leik þeirra. Þetta eru líka tvö sigursælustu körfuboltalið Spánar frá upphafi. Real Madrid hefur unnið tólf leiki og tapað tveimur en Barcelona er rétt á eftir með ellefu sigra og þrjá tapleiki. Engin lið í spænsku deildinni hafa skorað fleiri stig í deildinni en þessi tvö. Real Madrid hefur unnið spænska titilinn undanfarin tvö tímabil og alls fjórum sinnum síðan Barcelona vann hann síðast árið 2014. Klippa: Leikur Barcelona og Real Madrid á Stöð 2 Sport Stærstu stjörnur Real Madrid eru argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, fyrrum NBA-leikmaðurinn Anthony Randolph og spænski reynsluboltinn og fyrrum NBA-leikmaðurinn Rudy Fernández. Facundo Campazzo var frábær með argentínska landsliðinu á HM í haust þar sem Argentínumenn enduðu í öðru sæti eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleik. Spánverjarnir Sergio Llull og Felipe Reyes væru líka í stórum hlutverkum hjá Real ef þær væru ekki að glíma við meiðsli. Felipe Reyes er fyrirliði Real liðsins, hann hefur unnið spænsku deildina sjö sinnum með Real Madrid og enginn hefur spilað fleiri leiki í spænsku deildinni en hann. Stærsta stjarna Barcelona liðsins er án efa Nikola Mirotic sem lék í fimm ár á undan stórt hlutverk í NBA-deildinni. Mirotic samdi óvænt við Barcelona í sumar þegar flestir bjuggust við að hann fengi samning í NBA. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilaði með Real Madrid frá 2008 til 2014. Serbinn Ante Tomic er fyrirliði Barcelona og hefur verið þar frá 2012 en hann spilaði líka áður með Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins er líka kominn til Spánar eftir fjögur ár og tvo EuroLeague titla CSKA Moskvu. Útsending frá leik Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 17.30 sunnudaginn 29. desember. Kjartan Atli Kjartansson mun lýsa leiknum.
Körfubolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira