Samherji „bara rétt að byrja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:53 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30
Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32