„Erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 16:18 Maguire þakkar Troy Deeney fyrir leikinn. vísir/getty Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Harry Maguire, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að hann og samherjar hans töpuðu 2-0 fyrir botnliði Watford fyrr í dag. „Við gáfum boltann of oft frá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Mér leið í fyrri hálfleiknum eins og við værum að fara vinna leikinn. Við áttum að skora í fyrri hálfleiknum. Við þurfum að gera betur gegn liðunum í neðri hlutanum sem verjast djúpt,“ sagði Maguire í leikslok. „Við vorum slakir á boltanum. Við stýrðum fyrri hálfleiknum og þeir ógnuðu ekkert. Við héldum þó boltanum ekki á nægilega miklum hraða og enduðum á því að missa hann. Þá sóttu þeir hratt. Við verðum að gera betur.“ FT Watford 2-0 Man Utd Nigel Pearson has his first win as Watford boss to boost his side's survival hopes.https://t.co/k1kUAiMI1Y#WATMUN#bbcfootballpic.twitter.com/QaiPcd2NCM— BBC Sport (@BBCSport) December 22, 2019 Jesse Lingard klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik er hann slapp einn í gegn. Maguire segir að hann viti manna best að hann hafi átt að gera betur. „Hann veit að hann á að skora. Þetta var stór möguleiki í leiknum. Fyrsta markið er mikilvægt. Ég klúðraði færi gegn Newcastle og við töpuðum. Hann klúðraði færi í dag en við höldum áfram. Við hefðum átt að vinna leikinn þrátt fyrir það en við gerðum það ekki.“ „Við vorum ekki nægilega góðir og við þurfum að bæta okkur. Það er eitthvað sem við getum ekki sett fingur á. Við erum að leggja hart að okkur á æfingum og þetta eru vonbrigði.“ David de Gea gerði hörmuleg mistök í fyrsta marki Watford en Maguire hefur ekki áhyggjur af Spánverjanum. „David er topp markvörður. Ég hef einungis verið hér í nokkra mánuði en hann er heimsklassamarkvörður. Við munum standa vörð um hann og á annan í jólum er ég viss um að hann muni verja frábærlega,“ sagði Maguire. It's fair to say @GNev2 could not believe what he was seeing there, watching David De Gea's error. Watch Super Sunday live on Sky Sports PL now pic.twitter.com/mVlxy7KubR— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 22, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
United tapaði gegn botnliðinu Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford. 22. desember 2019 15:45