Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2019 19:12 Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent vísir/vilhelm Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi. Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi.
Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira