Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 14:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30