Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 06:38 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira