Mark Cuban reyndi að fá Jordan til Dallas eftir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 15:00 Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls en hefði hann kannski getað bætt við fleirum hjá Dallas Mavericks? Getty/Steve Woltmann Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira