Evrópa þá og nú Stefanía Reynisdóttir skrifar 9. maí 2020 08:00 Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun