Dómur staðfestur yfir Júlíusi Vífli fyrir peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 16:06 Júlíus Vífill var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en sagði af sér um það leyti sem Panamaskjölin voru til umfjöllunar en í ljós kom að hann átti aflandsfélag á Panama. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvætti með því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að. Svo segir í dómi Landsréttar sem staðfesti tíu mánaða dóm yfir Júlíusi Vífli í héraði. Í dómi Landsréttar kom fram að hafið væri yfir vafa að sá hluti þeirra fjármuna, á annað hundrað milljónir króna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti Júlíusar Vífils. Ekki hafði þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn hófst. Þá var ekki fallist á varnir borgarfulltrúans fyrrverandi um að brotið hefði ekki verið refsivert sökum þess að sjálfsþvætti hefði ekki verið refsivert samkvæmt lögum á þeim tíma þegar ávinningurinn féll til. Því síður að brotið hefði verið fyrnt þegar ákæra var gefin út í málinu. Fullnustu refsingarinnar yfir Júlíusi Vífli var frestað skilorðsbundið í tvö ár sem þýðir að hann þarf ekki að taka út refsingu í fangelsi nema hann brjóti af sér innan tveggja ára. Dómsmál Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvætti með því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að. Svo segir í dómi Landsréttar sem staðfesti tíu mánaða dóm yfir Júlíusi Vífli í héraði. Í dómi Landsréttar kom fram að hafið væri yfir vafa að sá hluti þeirra fjármuna, á annað hundrað milljónir króna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti Júlíusar Vífils. Ekki hafði þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn hófst. Þá var ekki fallist á varnir borgarfulltrúans fyrrverandi um að brotið hefði ekki verið refsivert sökum þess að sjálfsþvætti hefði ekki verið refsivert samkvæmt lögum á þeim tíma þegar ávinningurinn féll til. Því síður að brotið hefði verið fyrnt þegar ákæra var gefin út í málinu. Fullnustu refsingarinnar yfir Júlíusi Vífli var frestað skilorðsbundið í tvö ár sem þýðir að hann þarf ekki að taka út refsingu í fangelsi nema hann brjóti af sér innan tveggja ára.
Dómsmál Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira