Tengja dauðsfall fimm ára drengs við nýja barnasjúkdóminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 13:30 Mario Cuomo ríkisstjóri New York fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi í gær. AP/Darren McGee Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira