Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:16 Frá vettvangi slyssins í Melbourne 22. apríl síðastliðinn. Vísir/AP Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00