Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 20:00 Ingi Þór Steinþórsson kvaddi KR sem Íslandsmeistari en ekki var spilað um titilinn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/DANÍEL Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40