Erdogan og Pútín funda í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 13:00 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik. Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik.
Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45