Handtekinn grunaður um morð eftir 32 ára baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 09:25 Scott Johnson var 27 ára þegar hann lést. Hann var Bandaríkjamaður og stundaði doktorsnám í stærðfræði við Cambridge-háskóla. Tveimur árum áður en hann lést flutti hann frá Bandaríkjunum til kærasta síns í Ástralíu. Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan. Ástralía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan.
Ástralía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira