Andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:00 Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Alþingi Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun