Langaði út en átti erfitt með að segja nei við Bjarna og Ingvar Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 14:00 Lovísa Björt Henningsdóttir var einn öflugasti leikmaður Hauka í vetur. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir framlengdi á dögunum samning sinn við Hauka í Dominos-deild kvenna og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Lovísa hafði fyrir síðustu leiktíð leikið í Bandaríkjunum í fimm ár en henni tókst ekki að klára sitt fyrsta tímabil á Íslandi í langan tíma vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Lovísu í Sportinu í dag. „Mér leið eins og ég hafi ekki fengið að klára síðasta tímabil með Haukum. Ég elska að vera hjá Haukum og ég er spennt að fá annað tímabilið með þeim,“ sagði Lovísa sem er uppalin hjá félaginu. „Það var ótrúlega gaman að fá að spila með öllum þessum stelpum sem ég spilaði með áður og margar yngri sem maður hefur ekki spilað á móti í mörg ár, hvað þær eru orðnar góðar. Það var gaman að koma inn í Dominos-deildina og sjá hversu sterkur íslenskur körfubolti er orðinn.“ Bjarni Magnússon er tekinn við liði Hauka og verður með Ingvar Guðjónsson sér við hlið. „Það eru bjartir tímar. Mig langaði að fara aftur út en þegar ég frétti að Baddi og Ingvar væru þjálfarateymið þá var erfitt að segja nei við þá. Þetta er frábært þjálfarateymi og ég er mjög spennt. Það er líka frábært að fá Irenu úr Keflavík.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni hér að neðan þar sem hún ræðir meðal annars um fjölskylduæfingarnar í gegnum FaceTime hjá þessari miklu körfuboltafjölskyldu. Klippa: Sportið í dag - Lovísa framlengir við Hauka Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Lovísa Björt Henningsdóttir framlengdi á dögunum samning sinn við Hauka í Dominos-deild kvenna og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Lovísa hafði fyrir síðustu leiktíð leikið í Bandaríkjunum í fimm ár en henni tókst ekki að klára sitt fyrsta tímabil á Íslandi í langan tíma vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Lovísu í Sportinu í dag. „Mér leið eins og ég hafi ekki fengið að klára síðasta tímabil með Haukum. Ég elska að vera hjá Haukum og ég er spennt að fá annað tímabilið með þeim,“ sagði Lovísa sem er uppalin hjá félaginu. „Það var ótrúlega gaman að fá að spila með öllum þessum stelpum sem ég spilaði með áður og margar yngri sem maður hefur ekki spilað á móti í mörg ár, hvað þær eru orðnar góðar. Það var gaman að koma inn í Dominos-deildina og sjá hversu sterkur íslenskur körfubolti er orðinn.“ Bjarni Magnússon er tekinn við liði Hauka og verður með Ingvar Guðjónsson sér við hlið. „Það eru bjartir tímar. Mig langaði að fara aftur út en þegar ég frétti að Baddi og Ingvar væru þjálfarateymið þá var erfitt að segja nei við þá. Þetta er frábært þjálfarateymi og ég er mjög spennt. Það er líka frábært að fá Irenu úr Keflavík.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni hér að neðan þar sem hún ræðir meðal annars um fjölskylduæfingarnar í gegnum FaceTime hjá þessari miklu körfuboltafjölskyldu. Klippa: Sportið í dag - Lovísa framlengir við Hauka Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira