Nágrannar árásarmannsins í Nova Scotia segjast hafa látið lögreglu vita að hann væri hættulegur Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 23:02 Frá minnisvarða um lögreglukonuna Heidi Stevenson á sem var ein 22 sem létust í árás Wortman Getty/ Tim Krochak Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36