Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 08:02 Frá blaðamannafundinum í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12
Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12