Saga/Söguleysi Jakob Jakobsson skrifar 7. apríl 2020 11:30 Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar