Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 23:00 Alma Möller, landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundi almannavarna 19. mars 2020. Júlíus Sigurjónsson Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42