Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Andri Eysteinsson skrifar 9. apríl 2020 10:42 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Ivan Romano Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte. Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte.
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira